Viltu panta bás eða borð í Kolaportinu eða selja nýjar vörur eða íslenskt handverk á markaðstorgi Hafnarþorpsins? Selja vörur í okkar outleti eða notaðar vörur í Gullþorpinu? Ertu með viðburð, veislu, árshátíð, ráðstefnu, sýningu, pop-up viðburð?
Þá hafðu samband við okkur:

Gunnar@kolaportid.is  ivar@komaso.is

TÍMABUNDIN HEIMASÍÐA – ER Í UPPFÆRSLU

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HAFNARÞORPIÐ

HAFNARÞORPIÐ

nýtt markaðs- og matartorg

áður Kolaportið hefur verið tekið í gegn, snyrt, snurfusað og endurbætt með vænum sjónarmiðum. Lýsa má Hafnarþorpinu sem lifandi miðbæjarmarkaði með notaðar og nýjar vörur, fjölbreyttu úrvali matvæla, veitingum, þjónustu, afþreyingu, menningu, listum og öðru skemmtilegu. Á torgi þorpsins verða uppákomur allskonar, pop-up sýningar, ráðstefnur og tónlist.

korlaportid

Markmiðið

er að skapa lifandi og skemmtilegan markað sem á sér ekki hliðstæðu á íslandi. Skapa líf í Reykjavík og bjóða borgarbúum uppá öðruvísi upplifun eins og þekkist víða erlendis. Blanda af veitingum, þjónustu, vörum nýjum og notuðum og skemmtilegheitum. Við viljum bjóða einstaklingum og öðrum að koma sér á framfæri og kynna sína vöru. Bjóða uppá nýjungar í verslun, hönnun, list, menningu, mat og drykk. Vænn lifandi staður fyrir alla, með heilsu og hreyfingu í bland við listir, menningu og fleira með viðburði, pop-up ráðstefnur, sýningar ofl.

Matarmarkaðurinn

með gott úrval af íslenskri vöru, ferskt, frosið, grafið osfrv. Spennandi vörur svo sem kjöt, fiskur, grænmeti, ostar, sultur, sósur, súkkulaði, bakstur og annað sem gerir lífið skemmtilegra. Beint frá býli, beint úr sjó eins og margir söluaðilar og þeirra vörur standa fyrir.

Matur og drykkur

Í veisluportinu verður girnilegur matur, drykkir, kaffi og kruðerí, ís-bar, boost-bar og fleira girnilegt. Stefnt er á samstarf við matarmarkaðinn og Íslandsmarkað á Íslandstorgi í miðju Hafnarþorpinu þar sem frumkvöðlar geta komið hugmyndum og vörum sínum á framfæri með litlum tilkostnaði í 101 Reykjavík.

Matarmarkaðurinn

með gott úrval af íslenskri vöru, ferskt, frosið, grafið osfrv. Spennandi vörur svo sem kjöt, fiskur, grænmeti, ostar, sultur, sósur, súkkulaði, bakstur og annað sem gerir lífið skemmtilegra. Beint frá býli, beint úr sjó eins og margir söluaðilar og þeirra vörur standa fyrir.

Matur og drykkur

Í veisluportinu verður girnilegur matur, drykkir, kaffi og kruðerí, ís-bar, boost-bar og fleira girnilegt. Stefnt er á samstarf við matarmarkaðinn og Íslandsmarkað á Íslandstorgi í miðju Hafnarþorpinu þar sem frumkvöðlar geta komið hugmyndum og vörum sínum á framfæri með litlum tilkostnaði í 101 Reykjavík.

Vænt og spennandi

Skemmtilegur og spennandi markaður með ótal nýjungum og hressandi viðburðum. Líflegur markaður, uppákomur og allskonar í bland við hollustu og hreyfigleði.

Hvað verður í boði í Hafnarþorpinu?

Lítið þorp innanhúss í 101 Reykjavík með þjónustu, verslun, menningu, listaviðburðum og allskonar skemmtilegheitum.

Torgið

Íslandstorg… þar sem alls kyns uppákomur eiga eftir að birtast. Einnig Íslandsmarkaður, sælkeramarkaður og fleira. Viðburðir, þemavikur, tónlist, pop-up ráðstefnur, skólasýningar og fleira. Á Íslandsmarkaði, sælkeramarkaðnum, þemavikum eða öðrum tímum þegar hentar hverjum sem er þá verður hægt að leigja lítil sem stærri borð og koma sinni vöru og þjónustu á framfæri.

 

Hafnarþorpið er FYRIR ALLA. Við vonumst til að sjá ykkur reglulega, brosandi og glöð.